Tuesday, December 13, 2011

Spillingarþjóðfélagið

Hverjum ætli komi á óvart getuleysi Lögmannafélagsins til að álykta um ummæli Sveins Andra Sveinssonar? Formaður þess er Brynjar Níelsson, sérlegur verjandi nauðgara og hatursmaður femínista. Hann hefur sjálfur bloggað um að femínistar séu eintómir vinstri grænir bolsévikar sem svífist einskis til að ráðast á pólitíska andstæðinga sína. Og meðan hinn almenni félagsmaður kýs svoleiðis úrþvætti til formanns þá er ekki við öðru að búast en að Lögmannafélagið verði áfram hallt undir sams konar málflutning og virðist vera aðall þeirra vopnabræðra. Það er stigsmunur á þessu fremur en -eðlis og þegar þáverandi dómsmálaráðherra réði frænda sinn í stöðu héraðsdómara. Allt ber þetta að sama brunni. Það er spillingin sem ræður á Íslandi fremur en sanngirni eða heilbrigð skynsemi.

No comments:

Post a Comment