Monday, December 12, 2011

Bingalaust beð 2013!

Mikið getur lífið verið fyndið stundum. Yfir 3.000 manns skrifa undir hvatningu til að sniðganga miðla Vefpressunnar á síðunni Engin Pressa. 31 manneskja gefur út yfirlýsingu á vefsetrinu Knúz og eitthvað í kringum 57 manns eftir því hvernig talið er lýsir sig sammála og biður um að sér verði bætt á listann. Og hver eru viðbrögðin? Jú fyrst biðst Steingrímur Sævarr Ólafsson aftur afsökunar fyrir hönd Pressunnar og svo hótar eigandi Vefpressunnar að kæra Sóley Tómasdóttur og Steindór Grétar Jónsson í kjölfarið, svona fyrir sakir málefnaleika. Aldeilis hvað leggst lítið fyrir sumum.

Sóley er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna á Knúz og Steindór Grétar er einn þeirra sem stofnsettu Enga Pressu. Undir yfirlýsingarnar taka gróflega 3.088 manneskjur svo það er erfitt að sjá í hendi sér hvers lags eiginlega málatilbúnaður þetta á að vera hjá Birni Inga. Mýtan um stjórnmálatengsl hlutaðeigandi er aftur dregin upp og saklaust fólk er stjaksett á Pressunni (tæplega er allt þetta fólk skráð í VG). Augljóslega er það skoðun Björns Inga miðað við þessa hatrömmu árás á nauðgunarfórnarlömb og stuðningsfólk eðlilegrar málsmeðferðar að undirskriftalistar séu ólöglegir og að þau 20.000 rúm sem mótmæltu Icesave með undirskrift (að teknu tilliti til falskra skráninga) eigi öll heima bak við lás og slá þar af leiðandi með möguleika á öllu tilheyrandi í sturtuklefanum.

Á sama hátt rjátlast auglýsendur af Pressunni – og gleymum því þá ekki heldur að Bingi er skrásett vörumerki sem finnst í mörgum svefnherbergjum og því kannski ekki nema sjálfsagt að minna á kynlífstækjabúðina hans Monu (púnktur is). Bingalaust beð 2013 má vera markmiðið. Ég á annars eftir að sjá Binga ganga alla leið með þessa sauðheimsku kæru sína. Það er ljóst mál að einu ofsóknirnar hér eru hans eigin. Megi mannræfillinn fara að átta sig á því áður en hann endanlega gengur af þessu skítafyrirtæki sínu dauðu, öðrum en honum sjálfum reyndar að meinalausu, sem nokkuð ljóst má vera að hann mun gera sé hann ekki þeim mun verr gefinn.

No comments:

Post a Comment