Tuesday, December 6, 2011

Íslenskt þjóðfélag

Umræðan í þjóðfélaginu hefur lengi blöskrað mér og nú er svo komið að ég er búinn að fá nóg.

Íslenskt þjóðfélag er svo gegnsýrt af kvenfyrirlitningu að furðu má sæta að dæmanna þurfi við – hver heilvita manneskja ætti að geta séð það sjálf. Það hversu fáir virðast sjá kvenfyrirlitninguna sem blasir hvarvetna við á Íslandi skýrist því líklega af dapurlegum skorti á heilvita manneskjum.

Eða í hverslags „siðuðu“ samfélagi telja lögfræðingar að fórnarlömb nauðgana séu hluti af lygasamsæri vinstrimanna um að koma hatursfólki sínu á bak við lás og slá? Kannski í svipuðu samfélagi og getur af sér menn til formennsku í stéttarfélagi lögmanna sem geta ekki svo stungið niður penna að þeir verji ekki við ólíklegustu tilefni rétt karla til að nauðga með öllum tiltækum ráðum. Og kenna nauðgunarkærur við nornaveiðar og ætla þær veiðar vinstrimönnum. Ætli þeir skíti svona út um munninn við eldhúsborðið líka? Ætli þeir kyssi börnin sín með þessum munni sínum?

Samfélag með svona menn í ábyrgðarstöðum er í besta falli forheimskandi, enda leynir það sér ekki að undir glansyfirborðinu leynist rotþró þar sem þeir svamla til æviloka sem þangað detta niður, og því fleiri sem detta því fleiri draga þeir með sér. Vefsíðan Bleikt er gott dæmi um þau viðhorf sem konur tileinka sér til sjálfrar sín og karla, sem er kannski ekki furðulegt í þjóðfélagi þar sem kvenhatur er landlægt og staðalmyndirnar vaða uppi.

Konur eiga að vera undirgefnar og sætar en karlar eiga að vera heilalausir veiðimenn sem fátt gera annað en að drekka bjór og horfa á boltann. Hlín Einarsdóttir, ritstýra Bleiks, birti nú á dögunum smekklausa frétt upp úr áðurnefndum ummælum lögfræðingsins. Svo vill til að sami lögfræðingur hefur einmitt lýst því viðhorfi sínu á sömu vefsíðu að konur séu til fárra hluta nytsamlegri en að skutlast berrassaðar um með bjór og samloku handa karlinum sínum meðan hann horfir á ensku deildina. Svona hangir þetta nú allt saman.

Kvenfyrirlitningin sést ekki síður á viðbrögðum fólks á netinu þegar einhver vogar sér að andmæla slíkum viðhorfum. Aðdáun fólks á kvenhatandi vöðvabúntum sem grínast með nauðganir á sér enda fá takmörk á Íslandi:

Spurning:Gillz! Ég er að losa í eina tussu þessa daganna en það eina sem er alveg glatað við þetta kynlíf er að hún kann ekki að veita snáknum tilhýðleg munnmök, í stað þess að reykja hann þá vill hún bara kyssa hann endalaust útum allt! sem ég fæ auðvitað nákvæmlega ekki neitt út úr því. Oftar en ekki þá enda ég á því að setja hann einum of kaldan inn og er auðvitað mun lengur að þessu en ætti venjulega. Hvað á ég að gera? Kv, Addi 
Svar:Sæll og blessaður Addi Þegar þú ert að etja við svona gæðavandamál Addi minn þá þýðir ekkert annað en að vera grjótharður. Ef þú ætlar að vera linur þá færðu aldrei hágæða höfuð. Byrjaðu á því að fá lánaða setninguna hans Cristian Bale og segðu ákveðið “Don’t just look at it, EAT IT!” Ef að hún lætur ekki segjast eftir það þá ferðu í backup planið. Mundu það, If you don’t have a backup plan, you don’t have a plan. Þú þarft að segja henni að leggjast á rúmið með höfuðið hangandi fram af rúminu. Þú tekur tvö belti og bindur hendurnar á henni fastar við rúmið. Síðan þarftu að verða þér úti um beisli eins og notað er á hesta og hunda. Þú lætur beislið upp í munninn á henni, en passaðu þig að meiða ekki prinsessuna, við verðum alltaf að hugsa vel um dömurnar. Beislið á eftir að verða þinn besti vinur héðan í frá því að núna mun hún ekki getað lokað munninum. Ef þú gerðir þetta rétt þá á hún að vera liggjandi á bakinu á rúminu með hausinn hangandi fram af rúminu pikkföst og með galopinn munninn. Núna biðurðu hana að afsaka þig meðan þú röltir fram og finnur þer kúrekahatt. Þú kemur síðan inn í herbergið nagandi strá með hann blóðstífan. Síðan bara rennurðu honum inn og “GAGAR” hana eins og það er kallað í klámmyndaheiminum. Eftir þetta er málið leyst Addi minn. Kv, G-Maðurinn

Svona tjáir ekki heilbrigður maður sig, aðeins ófreskja. Svo spyr fólk hvort maður sé húmorslaus þyki manni þetta ekki fyndið. Þegar sami maður er svo ákærður fyrir nauðgun er stofnuð síða honum til stuðnings á Facebook með melódramatísku orðunum „Saklaus uns sekt er sönnuð.“ Það hlýtur að þýða að fórnarlömb nauðgana séu sek um meinsæri uns sakleysi þeirra er sannað, eða hvað?

Skríllinn sér ekki hræsnina í eigin orðum og athöfnum. Íslenskt þjóðfélag er orðið samdauna ófreskjunni, gegnumsýrt, farið til helvítis, búið að tapa.

Nema við spyrnum við fætinum.

No comments:

Post a Comment