Wednesday, December 14, 2011

Hagsmunatengsl

Og ráðgefandi verjandi Egils Einarssonar er hver annar en Brynjar Níelsson! Af hverju kemur það engum á óvart? Hann virðist státa sig af því í fréttinni að hafa varið fleiri kynferðisbrotamenn en flestir (í fréttinni stendur að hann hafi verið fleiri „meinta“ kynferðisbrotamenn, en þar sem þeir hafa nær allir – ef ekki hreinlega allir – verið sekir þá er ekkert „meint“ við þeirra kynferðisbrot).

Brynjar Níelsson er sem fyrr getur formaður Lögmannafélagsins. Sama Lögmannafélags og tekur ekki afstöðu til stórklikkaðra ummæla Sveins Andra Sveinssonar um þetta mál sem kosta hefðu átt vítur hið minnsta. En það er nú líka kannski dulítið erfitt að víta þann sem er manni fullkomlega sammála um að Femínistafélagið sé deild innan Vinstri grænna!

Rifjum upp öll tengslin í þessu sóðalega máli, að því gefnu að sum þeirra séu tilfallandi. Brynjar og Sveinn Andri eru helstu verjendur nauðgara innan lögmannastéttarinnar auk þess að þeir báðir trúa því að femínismi sé pólitískt samsæri innan VG sem beint sé gegn nauðgurum og sjálfum sér. Báðir skrifa þeir eða skrifuðu í öllu falli á Pressuna. Þar skrifar/skrifaði Egill Einarsson líka. Pressan er sami miðill og hefur staðið í beinum árásum gegn stúlkunni sem ákærði Egil. Eigandi Pressunnar og annarra miðla Vefpressunnar er Björn Ingi Hrafnsson. Hann er í sambandi með Hlín Einarsdóttur sem er ritstýra Bleiks, eins miðils Vefpressunnar sem gengur út á það eitt að upphefja hundrað ára gamlar staðalmyndir um kynin. Bleikt birti drottningarviðtal við Svein Andra þar sem hann fabúlerar um að ákæran á hendur Agli séu pólitískar ofsóknir úr innsta hring VG. Ummæli sem Lögmannafélagið „tekur ekki afstöðu til“.

Er fólk svo hissa á að þetta lið hæfævi hvert annað?

Tuesday, December 13, 2011

Spillingarþjóðfélagið

Hverjum ætli komi á óvart getuleysi Lögmannafélagsins til að álykta um ummæli Sveins Andra Sveinssonar? Formaður þess er Brynjar Níelsson, sérlegur verjandi nauðgara og hatursmaður femínista. Hann hefur sjálfur bloggað um að femínistar séu eintómir vinstri grænir bolsévikar sem svífist einskis til að ráðast á pólitíska andstæðinga sína. Og meðan hinn almenni félagsmaður kýs svoleiðis úrþvætti til formanns þá er ekki við öðru að búast en að Lögmannafélagið verði áfram hallt undir sams konar málflutning og virðist vera aðall þeirra vopnabræðra. Það er stigsmunur á þessu fremur en -eðlis og þegar þáverandi dómsmálaráðherra réði frænda sinn í stöðu héraðsdómara. Allt ber þetta að sama brunni. Það er spillingin sem ræður á Íslandi fremur en sanngirni eða heilbrigð skynsemi.

Monday, December 12, 2011

Bingalaust beð 2013!

Mikið getur lífið verið fyndið stundum. Yfir 3.000 manns skrifa undir hvatningu til að sniðganga miðla Vefpressunnar á síðunni Engin Pressa. 31 manneskja gefur út yfirlýsingu á vefsetrinu Knúz og eitthvað í kringum 57 manns eftir því hvernig talið er lýsir sig sammála og biður um að sér verði bætt á listann. Og hver eru viðbrögðin? Jú fyrst biðst Steingrímur Sævarr Ólafsson aftur afsökunar fyrir hönd Pressunnar og svo hótar eigandi Vefpressunnar að kæra Sóley Tómasdóttur og Steindór Grétar Jónsson í kjölfarið, svona fyrir sakir málefnaleika. Aldeilis hvað leggst lítið fyrir sumum.

Sóley er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna á Knúz og Steindór Grétar er einn þeirra sem stofnsettu Enga Pressu. Undir yfirlýsingarnar taka gróflega 3.088 manneskjur svo það er erfitt að sjá í hendi sér hvers lags eiginlega málatilbúnaður þetta á að vera hjá Birni Inga. Mýtan um stjórnmálatengsl hlutaðeigandi er aftur dregin upp og saklaust fólk er stjaksett á Pressunni (tæplega er allt þetta fólk skráð í VG). Augljóslega er það skoðun Björns Inga miðað við þessa hatrömmu árás á nauðgunarfórnarlömb og stuðningsfólk eðlilegrar málsmeðferðar að undirskriftalistar séu ólöglegir og að þau 20.000 rúm sem mótmæltu Icesave með undirskrift (að teknu tilliti til falskra skráninga) eigi öll heima bak við lás og slá þar af leiðandi með möguleika á öllu tilheyrandi í sturtuklefanum.

Á sama hátt rjátlast auglýsendur af Pressunni – og gleymum því þá ekki heldur að Bingi er skrásett vörumerki sem finnst í mörgum svefnherbergjum og því kannski ekki nema sjálfsagt að minna á kynlífstækjabúðina hans Monu (púnktur is). Bingalaust beð 2013 má vera markmiðið. Ég á annars eftir að sjá Binga ganga alla leið með þessa sauðheimsku kæru sína. Það er ljóst mál að einu ofsóknirnar hér eru hans eigin. Megi mannræfillinn fara að átta sig á því áður en hann endanlega gengur af þessu skítafyrirtæki sínu dauðu, öðrum en honum sjálfum reyndar að meinalausu, sem nokkuð ljóst má vera að hann mun gera sé hann ekki þeim mun verr gefinn.

Thursday, December 8, 2011

„Afsökunarbeiðni“ Steingríms

Heldur þykir mér aum þessi seinni afsökunarbeiðni Steingríms Sævarr Ólafssonar (krúttleg mynd af honum engu að síður). Steingrímur harmar myndbirtingu Pressunnar „bæði sem ritstjóri og faðir“. Væri hann ekki faðir horfði málið vitanlega allt öðruvísi við. En gott og vel, það er ágætt að föðurhlutverkið hafi kennt honum einhverja sómatilfinningu. Skárra væri það nú ef hann brygðist við eins og Björn Ingi Hrafnsson sem hótaði Þjóðleikhúsinu slæmri umfjöllun á miðlum Vefpressunnar ef það hætti að auglýsa á síðum þeirra. Á sama tíma hefur Hlín Einarsdóttir, ritstýra Bleiks, lokað á alla Facebook-vini sína sem á einhvern hátt hafa komið að gagnrýni á þessa skítavinnuveitendur hennar – hef ég eftir áreiðanlegum heimildum (sjálfur hef ég ekki sóst eftir vinskap hennar þótt áreiðanlega sé hún ágæt).

Það skal hins vegar enginn segja mér að þessi afsökunarbeiðni komi úr lausu lofti eða að hér búi aðeins einlægni að baki – þótt kannski sé einlægni í henni að finna. Þrjú fyrirtæki hafa nefnilega hætt að auglýsa á Pressunni nú þegar. Þá ber þess að geta að einu tekjur Pressunnar eru í gegnum auglýsendur sína svo Steingrímur býr nú skyndilega við gríðarstórt skarð í bókhaldinu. Það kemur kannski ekki að sök þar sem Pressan er ekki vön að greiða pistlahöfundum sínum stökustu krónu fyrir að halda teljurunum í gangi, svo þessir fjármunir fara sjálfsagt að einhverju leyti beint úr hans eigin veski svo Björn Ingi sé nú ekki nefndur aftur.

Aftur að afsökunarbeiðninni. Vilji Pressan endurheimta æruna þarf starfsfólk hennar að sýna það í verki að þessi vinnubrögð samræmist ekki ritstjórnarstefnu miðilsins. Til þess þarf að koma til bæði viðhorfs- og efnisbreyting. Í fyrsta lagi skyldi Pressan athuga það að Egill Einarsson er meðal pistlahöfunda þar á bæ og raunar einnig Brynjar Níelsson og Sveinn Andri Sveinsson. Þessir menn eiga það sameiginlegt að vera haldnir kvenfyrirlitningu og þar sem einn hefur gantast með nauðganir hafa hinir tveir hjólað í fórnarlömb nauðgana. Pressan þarf að losna við þá eigi hún að öðlast einhvers konar trúverðugleika. Þá þarf Pressan einnig að sýna í verki að blaðamenn hennar geti fjallað á faglegan hátt um málefni er varða jafnrétti kynjanna og kynbundið ofbeldi svo ekki eilíflega halli á konur annars vegar og brotaþola hins vegar, eins og verið hefur hingað til. Allt yrði þetta þó líklega til lítils á meðan Pressan heyrir enn undir Vefpressuna. Það er ekki aðeins Pressan sem þarf að taka sig á, heldur einnig Eyjan og Bleikt. Meira um það síðar.

Þangað til Pressan sýnir viðleitni til að taka sig saman í andlitinu er afsökunarbeiðni Steingríms Sævarr orðin tóm. Og svona fyrst ég á annað borð nefndi auglýsingatekjur hér áðan hefur Ásgeir H Ingólfsson lagt til nokkuð sniðuga hugmynd um hvernig megi rýra þær enn frekar. Hugmyndin er raunar helst til bjartsýn (er fólk ekki alltaf að finna nýjar og nýjar ástæður til að versla ekki við N1? Fyrirtæki gæti ekki haft minna almenningsálit þótt djöfullinn ætti það) og staðlaða bréfið sem hann leggur til er ekki nærri nógu róttækt. En þetta er byrjun. Góðar hugmyndir fæðast hægt og róttæk viðspyrna enn hægar. Einhver áhrif virðist almenningur þó hafa og viðbrögðin gegn myndbirtingunni vekur mér bjartsýni.

Því þrátt fyrir allt þá getum við. Já, þetta er aldeilis fín byrjun.

Wednesday, December 7, 2011

Opið bréf til ritstjórna og eigenda Vefpressunnar

Sú ofbeldisherferð sem vefmiðlar Vefpressunnar hafa nú lagst í gegn átján ára gömlu nauðgunarfórnarlambi er fordæmislaus og ógeðsleg. Í dag birti Pressan mynd af einum ákærðu kyssa brotaþola á skemmtistað. Stúlkan er auðþekkjanleg á myndinni þrátt fyrir lélega tilraun blaðamanns til að gera það ógreinilegt. Með þessu réttlætir Pressan nauðganir hafi brotaþoli sýnt af sér tiltekna hegðun fyrst, og í þessu tilviki er allt eins hægt að sjá af myndinni að ákærða hafi þröngvað sér upp á stúlkuna þegar á skemmtistaðnum. Þetta er ekki aðeins lágkúrulegt heldur skín beinlínis ógeðfelld fyrirlitning gegnum þennan fréttaflutning.

Aðrir miðlar Vefpressunnar eru ekki hótinu betri, eins og nýlegt viðtal Hlínar Einarsdóttur við kvenhatarann Svein Andra á ógeðismiðlinum Bleiku.is sýnir gjörla. Þar heldur hann því fram að nauðgunarkæran sé samsæri íslensks stjórnmálaflokks! Finnst ykkur slíkur málflutningur boðlegur? Á baksíðu Eyjunnar má svo finna skop þess efnis að maður hafi leitað á neyðarmóttöku eftir að hafa átt í skyndikynnum við femínista. Er ekki allt í lagi með ykkur?

Það er eins og ykkur hjá Vefpressunni sé skemmt yfir því að stúlku hafi verið svo gróflega nauðgað af hetjunni ykkar að hún þurfti að gangast undir aðgerð. Það þurfti lækni til að fjarlægja túrtappann eftir ofbeldi þessa manns sem þið svo kappsamlega hópist um að verja. Oft er talað um ábyrgð fjölmiðla í sambandi við umfjöllunarefni þeirra og efnistök en Vefpressunni er greinilega drullusama um ábyrgð. Þá loksins þið fjarlægðuð myndina af stúlkunni var skaðinn þegar skeður – er það rétt sem ég heyri að það sé til komið fyrir tilstilli lögmanns stúlkunnar en ekki þeirra fjölmörgu kvartana sem ykkur hafa borist í dag? Hefði það annars verið lausn ykkar að loka bara áfram á Facebook notendur?

Ég krefst þess að þið birtið opinbera afsökunarbeiðni á þessum viðbjóðslega gjörningi ykkar nema þið þá heldur kjósið að gangast við siðblindu ykkar og dálæti á nauðgurum.

Þormóður Sörli

ps. bréf þetta birtist einnig á vefsíðu minni skuggsja.blogspot.com


~


Skömmu eftir að bréfið var sent baðst Pressan afsökunar á myndbirtingunni. Hitt bíður enn að Vefpressan biðjist afsökunar á hinum sóða-„fjölmiðlunum“ sínum.

Tuesday, December 6, 2011

Íslenskt þjóðfélag

Umræðan í þjóðfélaginu hefur lengi blöskrað mér og nú er svo komið að ég er búinn að fá nóg.

Íslenskt þjóðfélag er svo gegnsýrt af kvenfyrirlitningu að furðu má sæta að dæmanna þurfi við – hver heilvita manneskja ætti að geta séð það sjálf. Það hversu fáir virðast sjá kvenfyrirlitninguna sem blasir hvarvetna við á Íslandi skýrist því líklega af dapurlegum skorti á heilvita manneskjum.

Eða í hverslags „siðuðu“ samfélagi telja lögfræðingar að fórnarlömb nauðgana séu hluti af lygasamsæri vinstrimanna um að koma hatursfólki sínu á bak við lás og slá? Kannski í svipuðu samfélagi og getur af sér menn til formennsku í stéttarfélagi lögmanna sem geta ekki svo stungið niður penna að þeir verji ekki við ólíklegustu tilefni rétt karla til að nauðga með öllum tiltækum ráðum. Og kenna nauðgunarkærur við nornaveiðar og ætla þær veiðar vinstrimönnum. Ætli þeir skíti svona út um munninn við eldhúsborðið líka? Ætli þeir kyssi börnin sín með þessum munni sínum?

Samfélag með svona menn í ábyrgðarstöðum er í besta falli forheimskandi, enda leynir það sér ekki að undir glansyfirborðinu leynist rotþró þar sem þeir svamla til æviloka sem þangað detta niður, og því fleiri sem detta því fleiri draga þeir með sér. Vefsíðan Bleikt er gott dæmi um þau viðhorf sem konur tileinka sér til sjálfrar sín og karla, sem er kannski ekki furðulegt í þjóðfélagi þar sem kvenhatur er landlægt og staðalmyndirnar vaða uppi.

Konur eiga að vera undirgefnar og sætar en karlar eiga að vera heilalausir veiðimenn sem fátt gera annað en að drekka bjór og horfa á boltann. Hlín Einarsdóttir, ritstýra Bleiks, birti nú á dögunum smekklausa frétt upp úr áðurnefndum ummælum lögfræðingsins. Svo vill til að sami lögfræðingur hefur einmitt lýst því viðhorfi sínu á sömu vefsíðu að konur séu til fárra hluta nytsamlegri en að skutlast berrassaðar um með bjór og samloku handa karlinum sínum meðan hann horfir á ensku deildina. Svona hangir þetta nú allt saman.

Kvenfyrirlitningin sést ekki síður á viðbrögðum fólks á netinu þegar einhver vogar sér að andmæla slíkum viðhorfum. Aðdáun fólks á kvenhatandi vöðvabúntum sem grínast með nauðganir á sér enda fá takmörk á Íslandi:

Spurning:Gillz! Ég er að losa í eina tussu þessa daganna en það eina sem er alveg glatað við þetta kynlíf er að hún kann ekki að veita snáknum tilhýðleg munnmök, í stað þess að reykja hann þá vill hún bara kyssa hann endalaust útum allt! sem ég fæ auðvitað nákvæmlega ekki neitt út úr því. Oftar en ekki þá enda ég á því að setja hann einum of kaldan inn og er auðvitað mun lengur að þessu en ætti venjulega. Hvað á ég að gera? Kv, Addi 
Svar:Sæll og blessaður Addi Þegar þú ert að etja við svona gæðavandamál Addi minn þá þýðir ekkert annað en að vera grjótharður. Ef þú ætlar að vera linur þá færðu aldrei hágæða höfuð. Byrjaðu á því að fá lánaða setninguna hans Cristian Bale og segðu ákveðið “Don’t just look at it, EAT IT!” Ef að hún lætur ekki segjast eftir það þá ferðu í backup planið. Mundu það, If you don’t have a backup plan, you don’t have a plan. Þú þarft að segja henni að leggjast á rúmið með höfuðið hangandi fram af rúminu. Þú tekur tvö belti og bindur hendurnar á henni fastar við rúmið. Síðan þarftu að verða þér úti um beisli eins og notað er á hesta og hunda. Þú lætur beislið upp í munninn á henni, en passaðu þig að meiða ekki prinsessuna, við verðum alltaf að hugsa vel um dömurnar. Beislið á eftir að verða þinn besti vinur héðan í frá því að núna mun hún ekki getað lokað munninum. Ef þú gerðir þetta rétt þá á hún að vera liggjandi á bakinu á rúminu með hausinn hangandi fram af rúminu pikkföst og með galopinn munninn. Núna biðurðu hana að afsaka þig meðan þú röltir fram og finnur þer kúrekahatt. Þú kemur síðan inn í herbergið nagandi strá með hann blóðstífan. Síðan bara rennurðu honum inn og “GAGAR” hana eins og það er kallað í klámmyndaheiminum. Eftir þetta er málið leyst Addi minn. Kv, G-Maðurinn

Svona tjáir ekki heilbrigður maður sig, aðeins ófreskja. Svo spyr fólk hvort maður sé húmorslaus þyki manni þetta ekki fyndið. Þegar sami maður er svo ákærður fyrir nauðgun er stofnuð síða honum til stuðnings á Facebook með melódramatísku orðunum „Saklaus uns sekt er sönnuð.“ Það hlýtur að þýða að fórnarlömb nauðgana séu sek um meinsæri uns sakleysi þeirra er sannað, eða hvað?

Skríllinn sér ekki hræsnina í eigin orðum og athöfnum. Íslenskt þjóðfélag er orðið samdauna ófreskjunni, gegnumsýrt, farið til helvítis, búið að tapa.

Nema við spyrnum við fætinum.